Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar 4 íbúðir að Hellisbraut 66a – 68b á Reykhólum.
20.02.2025
Fréttir

Hellisbraut 66a - 68b
Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar 4 íbúðir að Hellisbraut 66a – 68b á Reykhólum. Um er að ræða 4 tveggja herbergja íbúðir 54 – 55 m2 að stærð.
Íbúðum verður úthlutað á fundi húsnæðisnefndar í mars. Umsækjendur sæki um á eyðublaði á vefsíðu sveitarfélagsins. Þeir sem eiga inni umsókn hjá sveitarfélaginu eru beðnir um að staðfesta þær vegna úthlutunarinnar. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í byrjun apríl.
Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér úthlutunarreglur á vef sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til 5. mars.nk.