Reykhólaskóli auglýsir eftir leikskólakennurum

Við leitum að leikskólakennurum sem hafa brennandi áhuga á uppeldi og menntun barna. Leikskólinn er vel búin helstu námsgögnum og leiktækjum, staðsettur í fallegu og náttúruríku umhverfi þar sem tækifæri gefast til að hafa áhrif á skólastarfið og efla m.a. útikennslu og tengjast umhverfinu á skapandi hátt.
Leiðarljós leikskólans eru: Vilji er vegur og gildi skólastefnu Reykhólahrepps eru vellíðan, samvinna, kjarkur.
Reykhólahreppur skartar friðsælu og stórkostlegu umhverfi, þar sem fjölbreytt tækifæri eru á að stunda útvist. Góð þjónusta er við barnafjölskyldur, m.a. frítt frístunda- og tómstundastarf og hafa öll börn aðgang að ókeypis 6 tíma leikskóladvöl á dag.
Á Reykhólum er verið að byggja þrjú ný raðhús. Möguleiki á að fá leigt húsnæði á hagkvæmu verði. Jafnlangt í akstri til Ísafjarðar, Reykjavíkur og í Skagafjörðinn.
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Reykhólar er sveitarfélag með um 250 íbúa og býr um helmingur þeirra í þéttbýlinu á Reykhólum.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025
Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2025.
Nánar í Laus störf hér á forsíðunni.