Rúlluplastsöfnun í dag
15.08.2023
Fréttir
Frá og með þessari hreinsun þarf svart plast að vera aðskilið frá öðru plast og baggað sér.Svo má ekki lengur setja plast í stórsekki heldur bagga eða búa til viðráðanlega böggla til að auðvelt sé að hirða það hjá bændum.
Munum áfram taka stórsekki líka en það þarf að troða sekkjum í sekk svo auðvelt sé að aðskilja frá plastinu. Ekki binda marga saman á hankanum því það losnar og blandast plastinu þegar bíllinn er losaður og farið að moka því með vél.
Leiðbeiningar um meðhöndlun plastsins eru hér, bæklingur á pdf formi.
Munum líka koma bæklingum á þá bæi sem eru á plast listanum fljótlega.