Fara í efni

Samgöngur á Vestfjörðum – opinn íbúafundur á Patreksfirði

13.03.2025
Fréttir
Vegur yfir Gufufjörð, mynd, Haukur Sigurðsson
Vegur yfir Gufufjörð, mynd, Haukur Sigurðsson

Vegagerðin, í samstarfi við Vestfjarðastofu, býður til opins íbúafundar í Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 18. mars klukkan 17:30. Fulltrúar frá Vegagerðinni munu fjalla um ýmis samgöngumál sem tengjast svæðinu og boðið verður upp á spurningar og umræður.