Samvera eldri borgara á Reykhólum
24.04.2023
Fréttir
![](/static/news/md/img_8914.jpg)
Kæru eldri borgarar!
Miðvikudaginn 26.apríl verður samstarfsdagur eldri borgara á Reykhólum Dölum og Ströndum í íþróttahúsinu á Reykhólum.
Þar verður m.a. boðið upp á kennslu í bogfimi, almenna gleði, skemmtilega samveru og léttar veitingar á milli klukkan 11:30-14:00.
Tilvalið að taka þátt hvort sem það er allan tímann eða bara til að kíkja við.
Ungir eldri borgarar eru sérstaklega hvattir til að mæta, og þeir sem langar ekki í bogfimi geta bara fengið sér kaffisopa og spjallað um daginn og veginn.
P.S. Það gæti alveg verið inni í myndinni fyrir eldri borgara í inn sveitinni að sitja í með eldri borgurunum sem koma frá Ströndum og Dölum.
Bestu kveðjur
Jóhanna