Fara í efni

Sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

31.08.2023
Fréttir

Sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að foreldrar/forsjáraðilar 15-17 ára barna sem eru í framhaldsskólum fjarri lögheimili eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Sjá reglur hér.

Umsóknir berist til Soffíu Guðmundsdóttur félagsmálastjóra á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað sem er aðgengilegt hér, senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

Hverjir geta fengið jöfnunarstyrk?

Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk.

  • Nemandi telst stunda reglubundið nám sé hann skráður í og gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn.
  • Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.
  • Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
  • Háskólanemar eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.

https://menntasjodur.is/jofnunarstyrkur/