Fara í efni

Sjávarhæðarmælir settur á Reykhólahöfn

19.12.2024
Fréttir
Sólarsella á mælistöðinni
Sólarsella á mælistöðinni

Í gær luku tæknimenn frá Veðurstofu Íslands uppsetningu á sjávarhæðarmæli á höfninni á Reykhólum.

Þessi búnaður er beintengdur við Veðurstofuna. Nú eru nær allar mælistöðvar búnar stafrænu skráningartæki og þrýstiskynjara. Í hverri mælistöð er skráningartæki, þrýstiskynjari til að mæla vatnshæð og hitaskynjari. Stöðvarnar eru knúnar orku frá sólarrafhlöðum.

Þegar frágangi á tengingum er lokið verður hægt að fylgjast með mælingunum á heimasíðu Veðurstofunnar

Nemarnir á bryggjunni