Skráning á sumarnámskeið að hefjast
02.06.2023
Fréttir
Á vegum tómstundastarfs eru að hefjast skráningar á sumarnámskeið. Það eru 2 lotur, 13. - 22. júní og 10. – 18. ágúst.
Helstu liðir á námskeiðinu eru : Umhverfi og útilíf, hestar, bogfimi og íþróttagrein dagsins. Auk þess er ýmis afþreying; listsköpun, föndur og spil og margt fleira.
Öll börn eru velkomin á námskeiðið og allir eiga að geta fengið viðfangsefni við hæfi.
Verð á námskeiðið er 15.000 krónur fyrir allt námskeiðið eða 1000 krónur dagurinn. Hægt er að skrá í mötuneyti og gjald þar er skv. verðskrá Reykhólahrepps.