Slökkviliðið prófar nýja safnlaug
05.04.2023
Fréttir
Slökkviliðið á Reykhólum fékk nýlega ílát til að safna vatni. Þetta er laug eða sekkur úr sterkum nylondúk sem tekur 15.000 l.
Samanbrotin kemst hún í skottið á flestum bílum. Svona laug er hentug þar sem langt er í vatn frá brunastað, hægt er að ferja í hana vatn með tankbíl og dæla úr henni meðan sótt er meira.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu í dag, þar sem laugin var prófuð og reyndist hún frekar auðveld í notkun.