Sniðugt að kíkja í heita pottinn á miðvikudag
13.02.2024
Fréttir
Áhugasömum er bent á að milli kl 18 og 20 á miðvikudögum er stórsnjallt að skella sér í pottinn við Grettislaug.
Rétt er að taka fram að sundlaugin er opin eins og venjulega 17 - 21, þetta hefur engin áhrif á það.
Fastagestirnir 4 eru að verða uppiskroppa með slúður og þiggja gjarnan eitthvað krydd í það.
Kaffi í boði við bakkann.
Þar sem heiti potturinn er eiginlega eini opinberi staðurinn þar sem hægt er að slaka á og blanda geði við skemmtilegt fólk, er tilvalið að fara og gá að minnsta kosti hverjir þessir 4 eru...?!