Starf félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps er laust til umsóknar.
22.06.2024
Fréttir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í félagsráðgjöf.
- Stjórnunarreynsla æskileg.
- Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg.
- Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
- Forystu- og skipulagshæfileikar.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur vilja og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða.
Frekari upplýsingar um starfið: https://alfred.is/starf/felagsmalastjori-3
Launakjör eru skv. kjarasamningi og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí næstkomandi.