Starf hjá Félagsþjónustu
16.05.2023
Fréttir
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir að ráða sumarstarfmann á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá 16 ára stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-16:00.
Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu umhverfi.
Húsnæði í boði á staðnum.
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí.
Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.
Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.
Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.