Störf laus í Mötuneyti Reykhólahrepps
Mötuneyti Reykhólahrepps leitar að aðstoðarmatráði og helgarstarfsmanni í mötuneytinu í Barmahlíð.
Mötuneyti Reykhólarhepps þjónar Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð.
Leitað er að starfsmanni í mötuneyti Reykhólahrepps í 75% starf. Starfsmaður þarf að geta unnið aðra hverja helgi.
Best að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leitað er eftir helgarstarfsmanni í mötuneytinu í Barmahlíð – um er að ræða að minnsta kosti 2 helgar í mánuði – laugardag og sunnudag.
Best að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Menntun í matargerð er kostur
- Reynsla af eldhússtörfum og matreiðslu
- Stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
Launakjör eru samkvæmt samningum Verkalýðsfélags Vestfirðinga.
Við hvetjum öll til að sækja um starfið.
Upplýsingar gefur Árný Huld Haraldsdóttir matráður í síma 848-4090 eða á netfangið arny@reykholar.is.