Þörungaverksmiðjan kynnir framkvæmdastjóraskipti
28.03.2025
Fréttir

Fimmtudagskvöld 3. apríl stendur Þörungaverksmiðjan fyrir skemmtun í búðinni. Á dagskrá er ávarp Finns XIV, söguleg myndasýning, Þaraquizz (með verðlaunum), og kynning á nýjum forstjóra.
Bjór og vín fyrir 20 ára og eldri, aldurstakmark 18 ára. Snakk og gos á meðan birgðir endast. Stendur kl 19:30 - 22:30
Spreytið ykkur á spurningum um nýjar, gamlar, fyndnar og forvitnilegar staðreyndir um Þörungaverksmiðjuna, upphafið, starfsemina, starfsfólkið og framtíðina. Allir velkomnir.