Þungatakmarkanir á vegum vestanlands og víðar
08.03.2024
Fréttir
Þungatakmarkanir eru í gildi víða á vegakerfinu sér í lagi á Vesturlandi og Vestfjörðum en einnig á Hringvegi (1) á Suður- og Suðausturlandi. Vegir eru illa farnir á mörgum köflum eftir veturinn. Búast má við að settar verði sjö tonna þungatakmarkanir á nokkra kafla Vestfjarðavegar og á Reykhólavegi. Til skoðunar er að fjölga ferðum með Breiðafjarðarferjunni Baldri.
Þetta kemur fram á síðu Vegagerðarinnar.