Fara í efni

Til allra sem eru í samskiptum við ferðafólk: Upplýsið viðskiptavini um óvenju slæma veðurspá

05.02.2025
Fréttir

 English below.

Líkt og fram hefur komið í fréttum þá er spáð afar erfiðum veðurskilyrðum á nær öllu landinu í dag og á morgun. Viðvaranir hafa verið uppfærðar í rauðar á stórum hluta landsins. Spáð er miklum vindi og úrkomu og í stuttu máli engu ferðaveðri. Ýmsum leiðum, t.d. heiðum og fjallvegum, hefur þegar verið lokað verður svo í dag og á morgun a.m.k.

Við bendum á að Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum, hefur lýst yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Óvissustig Almannavarna gildir frá og með kl. 12:00 í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

Við hvetjum alla sem eru í samskiptum við ferðafólk að tryggja öryggi og vellíðan viðskiptavina sinna. Við biðjum ykkur að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að upplýsa og undirbúa ferðalanga, hvetja fólk til að halda kyrru fyrir og gera allt sem þið getið til að fólk sé ekki á ferðinni.

Mikilvæg atriði til að upplýsa viðskiptavini um:

  • Upplýsið viðskiptavini um að spáð er miklum vindi og úrkomu og leggið áherslu á mögulega áhættu og nauðsyn varúðar.
  • Ráðleggið viðskiptavinum að vera ekki á ferðinni.
  • Bendið viðskiptavinum á að vegir séu víða lokaðir og biðjið þá að fylgjast reglulega með vef Vegagerðarinnar, Veðurstofu og fréttum innlendra miðla fyrir nýjustu veðurspár og aðstæður á vegum.
  • Bjóðið fólki upp á aðstoð við að skipuleggja og breyta ferðaplönum sínum.

Helstu upplýsingasíður:

Með því að grípa til þessara aðgerða getið þið hjálpað til við að tryggja viðskiptavinum ykkar öruggari og ánægjulegri upplifun á Íslandi þrátt fyrir erfið veðurskilyrði. Samvinna ykkar og fyrirbyggjandi samskipti eru lykilatriði til að draga úr áhættunni sem fylgir þessum slæmu skilyrðum sem nú er spáð.

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Important Weather Alert for Tourism Staff and others who are in contact with tourists in Iceland

Severe weather is expected for almost the entire country today and tomorrow, read alert for large part of the Iceland. High winds and precipitation are forecast and, in short, no travel weather. Various roads have already been closed and will remain so for today and tomorrow at least.

The National Commissioner of the Icelandic Police, in cooperation with the chiefs of Police in the districts of Reykjavik Metropolitan Police, Reykjanes Peninsula, Westman Islands, South Coast, East, Northeast, Northwest, Westfjords and the West, has raised the alert level to uncertainty due to a weather forecast that includes strong winds. The Civil Protection uncertainty level is in effect from noon today and will remain in effect until the weather clears tomorrow, Thursday, February 6.

We urge everyone who interacts with travelers to ensure the safety and well-being of their customers. We ask that you take preventive measures to inform and prepare travelers, encourage people to stay calm, and do everything you can to keep people from travelling.

Key Points to Communicate to Clients:

  • Inform customers that high winds and precipitation are forecast and emphasize the potential risks and the need for caution.
  • Advise customers not to travel.
  • Inform customers that roads are closed in many places and ask them to regularly monitor the Icelandic Road Administration website, the Icelandic Meteorological Office and national media for the latest weather forecasts and road conditions.
  • Offer people help to plan and change their travel plans.
  • Monitor Weather Updates: Stay informed about the latest weather updates and road conditions through reliable sources.

By taking these steps, you can help protect your clients and ensure they have a safer, more enjoyable experience in Iceland despite the challenging weather. Your cooperation and proactive communication are crucial in mitigating the risks associated with these severe conditions.

Thank you for your attention to this important matter and for your ongoing commitment to safety.

Best regards,
The Icelandic Tourist Board