Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kletts við Kollafjörð.

09.07.2024
Fréttir
Hluti deiliskipulagssvæðis í landi Kletts
Hluti deiliskipulagssvæðis í landi Kletts

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti þann 19. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kletts við Kollafjörð.

Deiliskipulagssvæðið tekur til 40 ha svæðis, sem að hluta er skilgreint fyrir frístundabyggð (F14) og að hluta landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 lóðum fyrir frístundahús og þremur athafnalóðum í landi Kletts.

Deiliskipulagstillagan er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/879

Öllum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með boðið að koma framfæri athugasemdum til og með 22. ágúst næstkomandi. Athugasemdum skal skilað skriflega í Skipulagsgáttina eða tölvupósti til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is

Skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps