Viðhorfakönnun um búsetu í Reykhólahreppi
Kæru íbúar í Reykhólahreppi!
Reykhólahreppur, Byggðastofnun og Vestfjarðastofa hafa nýverið undirritað samning um þátttöku Reykhólahrepps í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Af því tilefni eruð þið vinsamlegast beðin um að svara viðhorfakönnun um búsetu í byggðarlaginu.
Ráðgert er að sambærileg viðhorfakönnun verði lögð fyrir íbúa við lok verkefnis, að fimm árum liðnum. Mikilvægt er að ná sem hæstu svarhlutfalli í könnuninni svo hægt verði að varpa ljósi á stöðu byggðarlagsins í upphafi verkefnis.
Ekki er hægt að rekja einstök svör til einstaklinga og ekki er hægt að rekja hvort svarað er í íslensku eða ensku útgáfu könnunarinnar.
Við hvetjum íbúa, 18 ára og eldri til að taka þátt í könnuninni og leggja lóð á vogarskálar í upphafi verkefnisins Brothættar byggðir í Reykhólahreppi. Könnunin verður opin til 20. desember næstkomandi. Hægt er að svara könnuninni bæði á íslensku og ensku.
Tengill á íslenska viðhorfakönnun fyrir Reykhólahrepp er hér.
Tengill á enska viðhorfakönnun fyrir Reykhólahrepp er hér.