Vindorkugarður í Garpsdal – Virtual Room / Stafrænt herbergi.
Á meðan umsagnarferli stendur yfir geta hagsmunaaðilar kynnt sér verkefnið og niðurstöður umhverfismats í svo kölluðu Virtual Room sem er í líki þrívíðs samkomusalar þar sem hægt er að skoða efni umhverfismatsins.
Virtual Room er hluti af samráðsferli EM Orku og vonumst við til að það skapi umræðu með því að veita hagsmunaaðilum upplýsingar á miðli sem auðvelt og þægilegt er að nota.
Herbergið verður aðgengilegt frá heimasíðu EM Orku (www.emorka.is) frá mánudeginum 8. júlí og þar til umsagnarfrestur rennur út þann 19. ágúst.
Fjarfundarkynning (Webinar) á Zoom þann 11. júlí kl 13
Fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta á opnu kynninguna í Krókfjarðanesi verður kynningin flutt aftur með fjarfundartækni og verður hlekkur aðgengilegur frá heimasíðu EM Orku (www.emorka.is) að morgni fimmtudagsins 11. Júlí.
Fyrir hönd EM Orku,
Ríkarður Ragnarsson Verkefnastjóri