Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Kynningarfundur um hringrásarsamfélag

Í síðustu viku var haldinn almennur kynningarfundur um Hringrásarsamfélag á Reykhólum.
14.03.2023
Fréttir

Bogfimi á Reykhólum!!!

Þá er komið að því!!! Á miðvikudaginn koma Gummi og Vala frá Bogfimisambandi Íslands til okkar til að hjálpa okkur að byrja æfingar á Reykhólum.
13.03.2023
Fréttir

Starf FEBDOR á útmánuðum

Viðburðir á vegum Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi  23.mars Bingó Silfurtúni Bingóið byrjar 13:30, hvetjum alla að mæta, tekið gott spjall við heimilisfólk og veitingar.
13.03.2023
Fréttir

Jón á Gróustöðum látinn

Jón Friðriksson á Gróustöðum lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð þann 6. mars. Jón fæddist í Hólum 8. nóv. 1927, foreldrar hans voru Friðrik Magnússon og Daníelína Gróa Björnsdóttir. Jón kvæntist árið 1957 Þuríði Sumarliðadóttur á Gróustöðum og bjuggu þau þar síðan. Þuríður lést árið 2017.
11.03.2023
Fréttir

Tillaga að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti þann 8. febrúar 2023 tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034. Tillagan var auglýst frá 8. júlí til 26. ágúst 2022. Nokkrar breytingar og lagfæringar voru gerðar vegna athugasemda sem bárust, sbr. fundargerð sveitarstjórnar þann 9. nóvember og 19. desember 2022 og 8. febrúar 2023.
10.03.2023
Fréttir Tilkynningar

Augnlæknir í Búðardal 16. mars

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 16. mars n.k.
09.03.2023
Tilkynningar

Hringrásarsamfélagið í Reykhólahreppi

Vinna við mótun hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi er nú hafin. Verkefnið ber yfirskriftina Grænir iðngarðar á Reykhólum í aðgerð Byggðaráætlunar C1. Markmið verkefnisins eru:
06.03.2023
Fréttir

Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Opið er fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023. Hlutverk styrkjanna: Auka við nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum.
06.03.2023
Fréttir Tilkynningar
Hellisbraut Reykhólum

Útboð Hellisbraut Reykhólum.

Reykhólahreppur óskar eftir tilboðum í verkið; Reykhólahreppur – Hellisbraut Verkið felur í sér gerð á nýrri götu að Hellisbraut í Reykhólahreppi.
01.03.2023
Fréttir
Kristján Gauti er með BA-próf í íslensku og vinnuvélaréttindi. 
Hann starfar nú sem texta- og hugmyndasmiður hjá Pipar/TBWA.
Ljósm. Gunnhildur Lind

Gauti frá Kambi í viðtali í Skessuhorni

Í 25 ára afmælisblaði Skessuhorns eru viðtöl við fólk sem hefur unnið við blaðið. Meðal þeirra er Kristján Gauti Karlsson, sem á rætur að rekja í Reykhólasveitina. Viðtalið er hér tekið traustataki og birt í heild sinni, í þeirri von að ritstjórn Skessuhorns láti óátalið þó að við séum dálítið stolt af verkum Gauta.
01.03.2023
Fréttir